Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 14:25 Reynir Grétarsson er velgjörðarmaðurinn sem var óþekktur fyrir skömmu. Hér tekur hann í spaðann á Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, varaformanni Samtakanna '78. Samtökin '78 Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar. Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar.
Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent