Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 11:58 Lee Jae-yong er gífurlega áhrifamikill í Suður-Kóreu. EPA/KIM MIN-HEE Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap. Suður-Kórea Samsung Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap.
Suður-Kórea Samsung Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira