Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan ASÍ, segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafa komist til valda með offorsi og eineltistilburðum - sem fáir séu spenntir að vinna með. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.
Þá heyrum við í ósáttum börnum sem vilja fá að skoða gosið, fjöllum um hitabylgju í Evrópu og sýnum ykkur torfhesthús í Skagafirðinum.
Edda Andrésdóttir mun lesa fréttir í kvöld en þess má geta að þetta er síðasti kvöldfréttatíminn sem hún les, eftir fimmtíu ára feril í fjölmiðlum og þar af þrjátíu ára fréttalestur.