Fjórtán árum eftir ÓL-gull er hún enn að endurskrifa söguna í 100 m Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 14:31 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigri í Mónakó og sögulegu afreki sínu. Getty/Valerio Pennicino Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er 35 ára gömul en er engu að síður fljótast kona heims í dag. Það sannaði hún enn einu sinni á Demantamóti í Mónakó í gær. Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira
Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira