„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 13:30 Sævar Pétursson á góðri stundu. Vísir/Tryggvi KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira