Hátt í tvö þúsund fóru að gosstöðvunum þrátt fyrir lokanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2022 12:23 Björgunarsveitir hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar. Þessi mynd var tekin á laugardaginn, áður en gossvæðinu var lokað í þrjá sólarhringa. Vísir/Vilhelm Hátt í tvö þúsund manns fóru að gosstöðvunum síðustu þrjá daga, þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að þeim þessa daga. Lögreglan segir að erlendir ferðamenn hafi streymt inn á svæðið þrátt fyrir lokanir. Þetta má lesa út úr talningu sjálfvirkra teljara Ferðamálastofu. Svæðinu var lokað á sunnudaginn vegna vonskuveðurs en opnað aftur fyrir aðgengi í dag. Á sunnudaginn fóru alls 1.363 að gossvæðinu. Vonskuveður var á svæðinu og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Nær enginn á svæðinu í gær Mun færri lögðu leið sína að gosinu á mánudaginn, eða um 549, þrátt fyrir að svæðið væri lokað. Lögregla greip svo fastar í taumana í gær og mannaði lokunarpósta ásamt björgunarsveitum. Það virðist hafa gert það að verkum að aðeins 26 fóru framhjá teljara Ferðamálastofu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að erfitt hafi reynst að fá erlenda ferðamenn til að fara að fyrirmælum lögreglu og það þrátt fyrir að þau hafi rækilega komið fram á samfélagsmiðlum og í sjálfvirkum textaskilaboðum frá 112.“ Þeir hafi streymt inn á svæðið. Lokanir síðasta sólarhring hafi þó haldið. Taka skal fram að þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að gossvæðinu þessa daga hafa vísindamenn, viðbragðsaðilar og ýmsir aðrir leyfi til að fara um svæðið. Meðal annars var unnið að því að bæta aðgengi á svokallaðri gönguleið A þessa daga, í svartaþoku og mikilli rigningu. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að þrátt fyrir þessar úrbætur sé leiðin þó enn erfið yfirferðar. Þá eru ástæður banns sem lagt hefur við för barna yngri en tólf ára að gosinu tíundaðar í tilkynningunni. „Foreldrum með börn yngri en 12 ára verður snúið frá leið A af öryggisástæðum að svo stöddu. Áætla má að ferðalagið taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir. Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið. Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur. Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 „Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38 Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta má lesa út úr talningu sjálfvirkra teljara Ferðamálastofu. Svæðinu var lokað á sunnudaginn vegna vonskuveðurs en opnað aftur fyrir aðgengi í dag. Á sunnudaginn fóru alls 1.363 að gossvæðinu. Vonskuveður var á svæðinu og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Nær enginn á svæðinu í gær Mun færri lögðu leið sína að gosinu á mánudaginn, eða um 549, þrátt fyrir að svæðið væri lokað. Lögregla greip svo fastar í taumana í gær og mannaði lokunarpósta ásamt björgunarsveitum. Það virðist hafa gert það að verkum að aðeins 26 fóru framhjá teljara Ferðamálastofu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að erfitt hafi reynst að fá erlenda ferðamenn til að fara að fyrirmælum lögreglu og það þrátt fyrir að þau hafi rækilega komið fram á samfélagsmiðlum og í sjálfvirkum textaskilaboðum frá 112.“ Þeir hafi streymt inn á svæðið. Lokanir síðasta sólarhring hafi þó haldið. Taka skal fram að þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að gossvæðinu þessa daga hafa vísindamenn, viðbragðsaðilar og ýmsir aðrir leyfi til að fara um svæðið. Meðal annars var unnið að því að bæta aðgengi á svokallaðri gönguleið A þessa daga, í svartaþoku og mikilli rigningu. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að þrátt fyrir þessar úrbætur sé leiðin þó enn erfið yfirferðar. Þá eru ástæður banns sem lagt hefur við för barna yngri en tólf ára að gosinu tíundaðar í tilkynningunni. „Foreldrum með börn yngri en 12 ára verður snúið frá leið A af öryggisástæðum að svo stöddu. Áætla má að ferðalagið taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir. Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið. Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur. Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 „Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38 Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33
„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38
Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28