Hátt í tvö þúsund fóru að gosstöðvunum þrátt fyrir lokanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2022 12:23 Björgunarsveitir hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar. Þessi mynd var tekin á laugardaginn, áður en gossvæðinu var lokað í þrjá sólarhringa. Vísir/Vilhelm Hátt í tvö þúsund manns fóru að gosstöðvunum síðustu þrjá daga, þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að þeim þessa daga. Lögreglan segir að erlendir ferðamenn hafi streymt inn á svæðið þrátt fyrir lokanir. Þetta má lesa út úr talningu sjálfvirkra teljara Ferðamálastofu. Svæðinu var lokað á sunnudaginn vegna vonskuveðurs en opnað aftur fyrir aðgengi í dag. Á sunnudaginn fóru alls 1.363 að gossvæðinu. Vonskuveður var á svæðinu og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Nær enginn á svæðinu í gær Mun færri lögðu leið sína að gosinu á mánudaginn, eða um 549, þrátt fyrir að svæðið væri lokað. Lögregla greip svo fastar í taumana í gær og mannaði lokunarpósta ásamt björgunarsveitum. Það virðist hafa gert það að verkum að aðeins 26 fóru framhjá teljara Ferðamálastofu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að erfitt hafi reynst að fá erlenda ferðamenn til að fara að fyrirmælum lögreglu og það þrátt fyrir að þau hafi rækilega komið fram á samfélagsmiðlum og í sjálfvirkum textaskilaboðum frá 112.“ Þeir hafi streymt inn á svæðið. Lokanir síðasta sólarhring hafi þó haldið. Taka skal fram að þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að gossvæðinu þessa daga hafa vísindamenn, viðbragðsaðilar og ýmsir aðrir leyfi til að fara um svæðið. Meðal annars var unnið að því að bæta aðgengi á svokallaðri gönguleið A þessa daga, í svartaþoku og mikilli rigningu. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að þrátt fyrir þessar úrbætur sé leiðin þó enn erfið yfirferðar. Þá eru ástæður banns sem lagt hefur við för barna yngri en tólf ára að gosinu tíundaðar í tilkynningunni. „Foreldrum með börn yngri en 12 ára verður snúið frá leið A af öryggisástæðum að svo stöddu. Áætla má að ferðalagið taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir. Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið. Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur. Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 „Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38 Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Þetta má lesa út úr talningu sjálfvirkra teljara Ferðamálastofu. Svæðinu var lokað á sunnudaginn vegna vonskuveðurs en opnað aftur fyrir aðgengi í dag. Á sunnudaginn fóru alls 1.363 að gossvæðinu. Vonskuveður var á svæðinu og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Nær enginn á svæðinu í gær Mun færri lögðu leið sína að gosinu á mánudaginn, eða um 549, þrátt fyrir að svæðið væri lokað. Lögregla greip svo fastar í taumana í gær og mannaði lokunarpósta ásamt björgunarsveitum. Það virðist hafa gert það að verkum að aðeins 26 fóru framhjá teljara Ferðamálastofu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að erfitt hafi reynst að fá erlenda ferðamenn til að fara að fyrirmælum lögreglu og það þrátt fyrir að þau hafi rækilega komið fram á samfélagsmiðlum og í sjálfvirkum textaskilaboðum frá 112.“ Þeir hafi streymt inn á svæðið. Lokanir síðasta sólarhring hafi þó haldið. Taka skal fram að þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgengi að gossvæðinu þessa daga hafa vísindamenn, viðbragðsaðilar og ýmsir aðrir leyfi til að fara um svæðið. Meðal annars var unnið að því að bæta aðgengi á svokallaðri gönguleið A þessa daga, í svartaþoku og mikilli rigningu. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að þrátt fyrir þessar úrbætur sé leiðin þó enn erfið yfirferðar. Þá eru ástæður banns sem lagt hefur við för barna yngri en tólf ára að gosinu tíundaðar í tilkynningunni. „Foreldrum með börn yngri en 12 ára verður snúið frá leið A af öryggisástæðum að svo stöddu. Áætla má að ferðalagið taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir. Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið. Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur. Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 „Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38 Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33
„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. 9. ágúst 2022 21:38
Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Merardölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum. 10. ágúst 2022 07:28