Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en þarna eru sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar að mætast í evrópska Ofurbikarnum, UEFA Super Cup.
Real Madrid tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 1-0 sigri gegn Liverpool í úrslitum í vor á meðan Frankfurt hafði betur gegn Rangers í vítaspyrnukeppni í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Eins og áður segir verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 18:45.