Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:10 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, telur ólíklegt að til átaka komi en að Kínverjar séu að sýna hernaðarlegan mátt sinn og mikilvægi Taívan í þeirra augum. Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“ Taívan Kína Hernaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“
Taívan Kína Hernaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira