Vill gera rekstur Samtakanna '78 fyrirsjáanlegri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 07:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“ Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“
Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira