Vallarmet og sviptingar á toppnum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 21:30 Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum. Mynd/seth@golf.is Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Vestmannaeyjavelli. Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum á hring dagsins. Birgir Guðjónsson, úr Golfklúbbnum Esju, var með forystuna fyrir daginn en hann lék á tveimur höggum yfir pari vallar í dag og féll niður í fjórða sæti sem hann deilir með þeim Kristóferi Karli Karlssyni, úr GM, og Böðvari Braga Pálssyni, úr GR, en allir eru þeir á þremur undir pari í heildina. Þar fyrir ofan eru þeir Kristófer Orri Þórðarson, úr GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, á fjórum undir pari. Kristófer lék hrings dagsins á höggi undir pari en Sigurður Bjarki lék manna best á vellinum í dag og fór hringinn á átta höggum undir pari vallar. Hann fékk níu fugla og einn skolla á hringnum, en með spilamennsku sinni jafnaði hann vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Kristján Þór Einarsson lék næst best í dag en hann fékk átta fugla á hringnum og einn skramba. Hann var því á sex höggum undir pari en það er einnig heildarskor hans, þar sem hann var á pari fyrir daginn. Kristján er því með tveggja högga forystu fyrir spennandi lokadag á morgun. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Guðjónsson, úr Golfklúbbnum Esju, var með forystuna fyrir daginn en hann lék á tveimur höggum yfir pari vallar í dag og féll niður í fjórða sæti sem hann deilir með þeim Kristóferi Karli Karlssyni, úr GM, og Böðvari Braga Pálssyni, úr GR, en allir eru þeir á þremur undir pari í heildina. Þar fyrir ofan eru þeir Kristófer Orri Þórðarson, úr GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, á fjórum undir pari. Kristófer lék hrings dagsins á höggi undir pari en Sigurður Bjarki lék manna best á vellinum í dag og fór hringinn á átta höggum undir pari vallar. Hann fékk níu fugla og einn skolla á hringnum, en með spilamennsku sinni jafnaði hann vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Kristján Þór Einarsson lék næst best í dag en hann fékk átta fugla á hringnum og einn skramba. Hann var því á sex höggum undir pari en það er einnig heildarskor hans, þar sem hann var á pari fyrir daginn. Kristján er því með tveggja högga forystu fyrir spennandi lokadag á morgun.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira