Taívanski herinn sendi herþotur á loft til þess að hrekja kínverskar flugvélar út fyrir lofthelgi Taívans en fjórtán af tuttugu kínverskum flugvélum á svæðinu höfðu farið yfir miðlínu Taívansunds, að því er segir í frétt Reuters.
Kínverski herinn hefur gefið út að hann muni halda æfingum á sjó og í lofti við Taívan áfram. Æfingarnar verði aðallega prófanir á árásargetu hersins. Taívanir segja Kínverja vera að æfa sig fyrir yfirvofandi innrás í landið en Kínverjar hafa alla tíð gert tilkall til Taívan.
Heræfingar Kínverja eru viðbrögð við heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan.