Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 23:56 Alex Jones í réttarsal á miðvikudag. AP/Briana Sanchez Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Kviðdómur í Texas úrskurðaði í dag að þáttastjórnandinn þyrfti að borga 45,2 milljónir bandaríkjadala í refsibætur til viðbótar við þær 4,1 milljóna bandaríkjadala skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða í gær. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar drengs sem var skotinn til bana í árásinni sóttu Jones til saka en tuttugu börn og sex fullorðnir voru drepin í fjöldamorðinu í Sandy Hook í Connecticut árið 2012. Foreldrar hins sex ára gamla Jesse Lewis fóru fram á 150 milljónir bandaríkjadala frá Jones og sögðust hafa þurft að þola langvarandi áreitni og tilfinningalegar kvalir vegna ósanninda Jones, sem stofnaði og dreifði kenningunum á miðlum Infowars. Vildu senda einföld skilaboð Skaðabæturnar eiga að standa undir þeim kostnaði sem fjölskyldunni hefur hlotist vegna ærumeiðinga Jones, til að mynda vegna öryggisgæslu sem þau keyptu á meðan réttarhöldunum stóð af ótta við árás stuðningsmanns Jones. Á sama tíma eiga refsibæturnar að koma í veg fyrir að Jones endurtaki brot sitt. „Við óskum eftir því að þið sendið mjög, mjög einföld skilaboð og þau eru: Stöðvið Alex Jones,“ sagði lögmaður foreldranna í réttarsal í dag og bætti við að hann hafi hagnast á lygum sínum og röngum upplýsingum. Verðmetið á 270 milljónir bandaríkjadala Fyrr í dag bar hagfræðingur sem foreldrarnir réðu fyrir rétti að Jones, fjölmiðlafyrirtækið hans Infowars og móðurfyrirtækið Free Speech Systems væru metin á allt að 270 milljónir bandaríkjadala. Þá sagði hann gögn gefa til kynna að Jones hafi dregið til sín 62 milljónir bandaríkjadala úr fyrirtækinu árið 2021 þegar aukinn þungi færðist í málaferli gegn honum. Free Speech Systems hefur nú óskað eftir gjaldþrotameðferð. Við þau kom fram að fyrirtæki Jones hafi rakað inn um 800 þúsund bandaríkjadölum í tekjur á einum degi með sölu fæðubótarefna, skotvopnaaukahluta og búnaðar sem ætlað er að hjálpa fólki að lifa af hættuástand. Afhentu öll SMS-skilaboð Jones fyrir mistök Lögmenn foreldranna sökuðu Jones um að reyna að fela sönnunargögn en fyrr í þessari viku greindu þeir frá því að verjendateymi Jones hafi fyrir mistök sent þeim öll SMS-samskipti sem hann hafi átt síðustu tvö ár. Jones viðurkenndi í dómsal á miðvikudag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Jones hafði ítrekað fullyrt í útsendingum Infowars að engin börn hafi fallið í skotárásinni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Fleiri foreldrar barna sem féllu í skotárásinni hafa stefnt Jones vegna fullyrðinga hans. Jones hefur áður sagt að bótaupphæð yfir tveimur milljónir dala myndi „sökkva“ honum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Kviðdómur í Texas úrskurðaði í dag að þáttastjórnandinn þyrfti að borga 45,2 milljónir bandaríkjadala í refsibætur til viðbótar við þær 4,1 milljóna bandaríkjadala skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða í gær. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar drengs sem var skotinn til bana í árásinni sóttu Jones til saka en tuttugu börn og sex fullorðnir voru drepin í fjöldamorðinu í Sandy Hook í Connecticut árið 2012. Foreldrar hins sex ára gamla Jesse Lewis fóru fram á 150 milljónir bandaríkjadala frá Jones og sögðust hafa þurft að þola langvarandi áreitni og tilfinningalegar kvalir vegna ósanninda Jones, sem stofnaði og dreifði kenningunum á miðlum Infowars. Vildu senda einföld skilaboð Skaðabæturnar eiga að standa undir þeim kostnaði sem fjölskyldunni hefur hlotist vegna ærumeiðinga Jones, til að mynda vegna öryggisgæslu sem þau keyptu á meðan réttarhöldunum stóð af ótta við árás stuðningsmanns Jones. Á sama tíma eiga refsibæturnar að koma í veg fyrir að Jones endurtaki brot sitt. „Við óskum eftir því að þið sendið mjög, mjög einföld skilaboð og þau eru: Stöðvið Alex Jones,“ sagði lögmaður foreldranna í réttarsal í dag og bætti við að hann hafi hagnast á lygum sínum og röngum upplýsingum. Verðmetið á 270 milljónir bandaríkjadala Fyrr í dag bar hagfræðingur sem foreldrarnir réðu fyrir rétti að Jones, fjölmiðlafyrirtækið hans Infowars og móðurfyrirtækið Free Speech Systems væru metin á allt að 270 milljónir bandaríkjadala. Þá sagði hann gögn gefa til kynna að Jones hafi dregið til sín 62 milljónir bandaríkjadala úr fyrirtækinu árið 2021 þegar aukinn þungi færðist í málaferli gegn honum. Free Speech Systems hefur nú óskað eftir gjaldþrotameðferð. Við þau kom fram að fyrirtæki Jones hafi rakað inn um 800 þúsund bandaríkjadölum í tekjur á einum degi með sölu fæðubótarefna, skotvopnaaukahluta og búnaðar sem ætlað er að hjálpa fólki að lifa af hættuástand. Afhentu öll SMS-skilaboð Jones fyrir mistök Lögmenn foreldranna sökuðu Jones um að reyna að fela sönnunargögn en fyrr í þessari viku greindu þeir frá því að verjendateymi Jones hafi fyrir mistök sent þeim öll SMS-samskipti sem hann hafi átt síðustu tvö ár. Jones viðurkenndi í dómsal á miðvikudag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Jones hafði ítrekað fullyrt í útsendingum Infowars að engin börn hafi fallið í skotárásinni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Fleiri foreldrar barna sem féllu í skotárásinni hafa stefnt Jones vegna fullyrðinga hans. Jones hefur áður sagt að bótaupphæð yfir tveimur milljónir dala myndi „sökkva“ honum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56