Evrópumeistarinn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 14:36 Perla Sól Sigurbrandsdóttir á fjórtánda teig Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari unglinga frá því á dögunum, er með þriggja högga forskot þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum er hálfnuð. Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira