Evrópumeistarinn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 14:36 Perla Sól Sigurbrandsdóttir á fjórtánda teig Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari unglinga frá því á dögunum, er með þriggja högga forskot þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum er hálfnuð. Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira