Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Þúsundir höfðu lagt leið sína að eldgosinu í Meradölum fyrir miðnætti í nótt. Flytja þurfti þrjá af svæðinu vegna meiðsla og lögregla segir marga hafa verið illa búna. Fjallað verður um eldgosið í Meradölum í hádegisfréttum.

Spár um ítrekuð eldgos á Reykjanesi vekja spurningar um uppbyggingu innviða á svæðinu og hver á að bera kostnaðinn af þeim. Rætt verður við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur, í beinni.

Fjármálaráðherra segir ótrúlegt að Seðlabankinn sé gagnrýndur fyrir stýrivaxtahækkanir vegna verðbólgunnar. Verðbólgusveiflur kalli á vaxtabreytingar.

Skotsvæðið á Álfsnesi hefur verið opnað á ný, í trássi við vilja íbúa í nágrenninu. Talsmaður þeirra gerir ráð fyrir því að málið verði kært á ný.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á slaginu 12 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×