Dauðir fuglar eins og hráviði á vegum úti Jakob Bjarnar skrifar 6. ágúst 2022 09:07 Þeir fjölmörgu sem fara nú um þjóðvegi landsins komast ekki hjá því að reka augu í fuglshræ á og við vegina. Getty Þeir sem fara um þjóðvegi landsins komast ekki hjá því að taka eftir fuglum sem liggja steindauðir víðsvegar við vegi landsins. Árlega drepst óhemju mikið af fuglum eftir að á þá hefur verið keyrt, ekki síst á þessum tíma ársins. Borist hafa ábendingar á ritstjórn um að víða megi sjá fuglshræ á vegum úti. Vísir hefur heyrt þá kenningu setta fram að hugsanlega megi rekja þennan fugladauða til þess að nú eru á ferðinni fleiri rafbílar en nokkru sinni fyrr og fuglar eigi erfiðara með að vara sig á þeim en bensín- og olíuknúnum ökutækjum. Því slík farartæki fara hljóðlega um. Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi telja rafbílakenninguna hæpna. „Nei,“ segir Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur. Hann segir að árlega drepist óhemju mikið af fugli á þjóðvegum landsins. Og eðli máls samkvæmt er það áberandi þar sem mikið er um fugl, ekki síst á þessum tíma árs. „Þegar líður á sumarið og ungarnir eru komnir á kreik. Þeir eru vitlausir. En ég hef engar upplýsingar um hvort munur sé á bílum sem knúnir eru rafmagni eða sem heyrist minna í hvað þetta varðar. Fyrst og fremst er það hraðinn sem skiptir hér höfuðmáli. Fuglarnir sitja oft lengi þegar bíllinn nálgast, og þá er varla undankomu auðið þegar hann er á níutíu eða hundrað kílómetra hraða.“ Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur segir að bílar, eins og reyndar eitt og annað sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur, drepi fugla í stórum stíl.vísir/baldur Meðan Vísir ræddi við Ólaf Karl fletti hann í gögnum sínum og á netinu en fann engar fræðigreinar þar sem rafbílum er kennt um aukið fugladráp af völdum bíla. Ólafur Karl segir að fuglaflensa sem hefur verið í gangi kunni að skipta máli í þessu samhengi, að dauðir fuglar séu óvenju áberandi. Hann segir að í Bandaríkjum Norður-Ameríku drepist tugir eða hundruð milljón fugla á þjóðvegum á hverju ári. Og þá hefur verið rætt um að vindmyllur verði fuglum að aldurtila í stórum stíl. Bílar drepa fugla í stórum stíl „Bílar er algeng dánarorsök fugla eins og reyndar svo margt sem við gerum í okkar lífi, sem svo gerir fuglum erfitt fyrir: Raflínur, kettir, girðingar sem við reisum, svo ég tali nú um eitthvað sem verður fuglunum beint að grandi. Þannig að vindmyllurnar væru enn einn þátturinn í því.“ Ólafur Karl segir einn helsta sérfræðing landsins í þessum efnum vera dr. Ævar Petersen sem nú er sestur í helgan stein. Hann hafi rannsakað fugladauða út frá gögnum Vegagerðarinnar og reynt að varpa ljósi á það hversu mikið af fugli drepst í tengslum við umferð. Dr. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að víða við varp sé hörmung að sjá ástandið, ungaklessur „skreyta“ vegina. Og ekki var komið að tómum kofanum þar þegar Vísir hafði samband við Ævar. Hann segir að hann hafi, ásamt Sverri Thorsteinsen, skoðað þetta en það séu reyndar orðin býsna mörg ár síðan það var. Og löngu fyrir tíma rafbíla. Ævar veit ekki til þess að það hafi verið skoðað sérstaklega hvort rafbílar séu sérstakur orsakavaldur. Ævar hefur ekki, frekar en Ólafur Karl, trú á rafbílakenningunni. „Ég reyni að fylgjast með því hvort upplýsingar eru um fugladauða vegna farartækja, hvort koma út einhverjar greinar erlendis en ég hef ekki séð það, ekki í sambandi við rafbíla. En að fuglar drepist vegna árekstra við bíla er velþekkt fyrirbrigði. Ég hef grun um það að aukinn hraði skipti miklu meira mál en rafvæðingin.“ Kríuungaklessurnar á veginum Ævar telur víst að fuglar treysti miklu frekar á sjón en heyrn þegar þeir vilja varast ökutæki, án þess að hann telji sig geta fullyrt það. Og ef það er rétt þá skiptir hraðinn mestu máli. „Ef það reynist rétt ættu rafbílar í raun ekki að skipta neinu máli. Þeir nota sjónina frekar til að forða sér, átta sig ekki svo á hraðanum. Margir sem hafa lent í því á þjóðvegunum að drepa fugl. Þessi dauði hrossagaukur varð fyrir bíl og þá var ekki að sökum að spyrja.Getty Og þetta er tíminn sem fugladauðinn er langsamlega mestur, og þar kemur tvennt til: Fleira fólk er á ferðinni úti á landi og svo einnig þetta að nú er sá tími sem ungarnir eru að verða fleygir og það eru miklu meira ungar sem verða fyrir bílum en fullorðnir fuglar, þó þeir drepist líka.“ Ævar segir hörmung að sjá í kringum bæi þar sem er krívarp kríuungana sem drepast í stórum stíl á vegunum. „Sumir gera sér það jafnvel að leik að gefa í þegar þeir sjá fugl á vegi. Þetta hefur verið lengi vandamál við Rif á Snæfellsnesi, þar sem hefur verið eitt stærsta kríuvarp hér á landi. Þá eru kríuungaklessurnar í stórum stíl á malbikinu þar en kríurnar verpa alveg upp undir byggðina. Svo er þetta misjafnt eftir tegundum. Sumar tegundir verpa nær vegum en aðrar; stelkur og tjaldur eru fuglar sem eru alveg í vegkantinum. Og þeir verða ansi oft fyrir bílum.“ Hefur hirt upp fuglshræ í stórum stíl Guðjón Hábjörnsson er yfirverksstjóri Vegagerðarinnar í Ólafsvík. „Við erum með yndislegt svæði hér í kringum Rif og þetta hefur verið vandamál. Nú hef ég verið alltof lengi í vegagerð og verið að týna fugla þarna af veginum frá 1990. Þegar verst var maður stundum að hirða upp hundrað fugla á hverjum morgni,“ segir Guðjón. Guðjón H. Björnsson með fjölskyldu sinni. Hann er yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Ólafsvík, býr á Hellissandi og þekkir vel til. Hann segir reyndar ástandið við hið fræga kríuvarp á Rifi hafa lagast en betur má ef duga skal.aðsend Þetta var í kringum aldamótin. Guðjón segir ástandið ekki eins slæmt núna en vissulega mætti tillitssemi ökumanna gagnvart fuglalífinu vera miklu meiri. Guðjón býr á Hellissandi en sækir vinnu í Ólafsvík þannig að hann fer um þetta svæði nánast daglega. Hann segir að vegna aðstæðna þá þurfi hann einfaldlega að gefa sér betri tíma, leggja af stað fyrr. „Þetta er veruleiki sem við búum við. Við höfum verið að reyna að merkja þetta vel. Það eru aðrir fuglar á svæðinu, æðarfugl og annað og við erum með skilti sem vara við því að fólk sé að keyra niður í varpland. Og við tröppum hraðann niður í 70 og svo 50. Og setjum upp skilti sem vara við því að það geti verið fugl á veginn.“ En þrátt fyrir það eru brögð af því að sumir keyri á fullri ferð í gegnum varpið, og það hafi sínar afleiðingar, því miður. „Merkingarnar hafa skilað einhverjum árangri þó klárt mál sé að gera megi betur. Þeir sem eru iðnastir við að keyra á fugla, það virkar ekkert á þá.“ Snýst allt um hjartalag ökumannanna Guðjón skrifar ekki undir rafbílakenninguna, ekki frekar en þeir Ævar og Ólafur Karl, þetta sé spurning um hraða og virðingu ökumanna fyrir öðru lífi. „Ég myndi segja að það sé betra ástand hjá okkur en síðastliðin þrjú til fimm ár. Það er mín tilfinning. En ég var á vaktinni um verslunarmannahelgi og hreinsaði upp marga fugla að morgni. Þetta var of mikið en samt ekki eins og þetta var fyrir nokkrum árum. Þetta er um tveggja kílómetra kafli hjá okkur og getur litið illa út en við höfum reynt að gera eitt og annað til að sporna við fæti,“ segir Guðjón. Hann nefnir auk skilta það að Vegagerðarfólk hafi spreiað á veginn ábendingum til ökumanna þess efnis að þeir dragi úr hraða þegar farið er um varplönd. „En á endanum snýst þetta alltaf um ökumanninn, hverskonar hjartalag hann hefur. Hvort hann beri virðingu fyrir öðru lífi eða ekki.“ Athugist. Í upprunalegri útgáfu var sagt í myndatexta að hræ af spóa væri að ræða en þarna hafði hrossagaukur verið á ferð. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þeirri missögn. Dýr Dýraheilbrigði Samgöngur Fuglar Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Borist hafa ábendingar á ritstjórn um að víða megi sjá fuglshræ á vegum úti. Vísir hefur heyrt þá kenningu setta fram að hugsanlega megi rekja þennan fugladauða til þess að nú eru á ferðinni fleiri rafbílar en nokkru sinni fyrr og fuglar eigi erfiðara með að vara sig á þeim en bensín- og olíuknúnum ökutækjum. Því slík farartæki fara hljóðlega um. Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi telja rafbílakenninguna hæpna. „Nei,“ segir Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur. Hann segir að árlega drepist óhemju mikið af fugli á þjóðvegum landsins. Og eðli máls samkvæmt er það áberandi þar sem mikið er um fugl, ekki síst á þessum tíma árs. „Þegar líður á sumarið og ungarnir eru komnir á kreik. Þeir eru vitlausir. En ég hef engar upplýsingar um hvort munur sé á bílum sem knúnir eru rafmagni eða sem heyrist minna í hvað þetta varðar. Fyrst og fremst er það hraðinn sem skiptir hér höfuðmáli. Fuglarnir sitja oft lengi þegar bíllinn nálgast, og þá er varla undankomu auðið þegar hann er á níutíu eða hundrað kílómetra hraða.“ Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur segir að bílar, eins og reyndar eitt og annað sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur, drepi fugla í stórum stíl.vísir/baldur Meðan Vísir ræddi við Ólaf Karl fletti hann í gögnum sínum og á netinu en fann engar fræðigreinar þar sem rafbílum er kennt um aukið fugladráp af völdum bíla. Ólafur Karl segir að fuglaflensa sem hefur verið í gangi kunni að skipta máli í þessu samhengi, að dauðir fuglar séu óvenju áberandi. Hann segir að í Bandaríkjum Norður-Ameríku drepist tugir eða hundruð milljón fugla á þjóðvegum á hverju ári. Og þá hefur verið rætt um að vindmyllur verði fuglum að aldurtila í stórum stíl. Bílar drepa fugla í stórum stíl „Bílar er algeng dánarorsök fugla eins og reyndar svo margt sem við gerum í okkar lífi, sem svo gerir fuglum erfitt fyrir: Raflínur, kettir, girðingar sem við reisum, svo ég tali nú um eitthvað sem verður fuglunum beint að grandi. Þannig að vindmyllurnar væru enn einn þátturinn í því.“ Ólafur Karl segir einn helsta sérfræðing landsins í þessum efnum vera dr. Ævar Petersen sem nú er sestur í helgan stein. Hann hafi rannsakað fugladauða út frá gögnum Vegagerðarinnar og reynt að varpa ljósi á það hversu mikið af fugli drepst í tengslum við umferð. Dr. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að víða við varp sé hörmung að sjá ástandið, ungaklessur „skreyta“ vegina. Og ekki var komið að tómum kofanum þar þegar Vísir hafði samband við Ævar. Hann segir að hann hafi, ásamt Sverri Thorsteinsen, skoðað þetta en það séu reyndar orðin býsna mörg ár síðan það var. Og löngu fyrir tíma rafbíla. Ævar veit ekki til þess að það hafi verið skoðað sérstaklega hvort rafbílar séu sérstakur orsakavaldur. Ævar hefur ekki, frekar en Ólafur Karl, trú á rafbílakenningunni. „Ég reyni að fylgjast með því hvort upplýsingar eru um fugladauða vegna farartækja, hvort koma út einhverjar greinar erlendis en ég hef ekki séð það, ekki í sambandi við rafbíla. En að fuglar drepist vegna árekstra við bíla er velþekkt fyrirbrigði. Ég hef grun um það að aukinn hraði skipti miklu meira mál en rafvæðingin.“ Kríuungaklessurnar á veginum Ævar telur víst að fuglar treysti miklu frekar á sjón en heyrn þegar þeir vilja varast ökutæki, án þess að hann telji sig geta fullyrt það. Og ef það er rétt þá skiptir hraðinn mestu máli. „Ef það reynist rétt ættu rafbílar í raun ekki að skipta neinu máli. Þeir nota sjónina frekar til að forða sér, átta sig ekki svo á hraðanum. Margir sem hafa lent í því á þjóðvegunum að drepa fugl. Þessi dauði hrossagaukur varð fyrir bíl og þá var ekki að sökum að spyrja.Getty Og þetta er tíminn sem fugladauðinn er langsamlega mestur, og þar kemur tvennt til: Fleira fólk er á ferðinni úti á landi og svo einnig þetta að nú er sá tími sem ungarnir eru að verða fleygir og það eru miklu meira ungar sem verða fyrir bílum en fullorðnir fuglar, þó þeir drepist líka.“ Ævar segir hörmung að sjá í kringum bæi þar sem er krívarp kríuungana sem drepast í stórum stíl á vegunum. „Sumir gera sér það jafnvel að leik að gefa í þegar þeir sjá fugl á vegi. Þetta hefur verið lengi vandamál við Rif á Snæfellsnesi, þar sem hefur verið eitt stærsta kríuvarp hér á landi. Þá eru kríuungaklessurnar í stórum stíl á malbikinu þar en kríurnar verpa alveg upp undir byggðina. Svo er þetta misjafnt eftir tegundum. Sumar tegundir verpa nær vegum en aðrar; stelkur og tjaldur eru fuglar sem eru alveg í vegkantinum. Og þeir verða ansi oft fyrir bílum.“ Hefur hirt upp fuglshræ í stórum stíl Guðjón Hábjörnsson er yfirverksstjóri Vegagerðarinnar í Ólafsvík. „Við erum með yndislegt svæði hér í kringum Rif og þetta hefur verið vandamál. Nú hef ég verið alltof lengi í vegagerð og verið að týna fugla þarna af veginum frá 1990. Þegar verst var maður stundum að hirða upp hundrað fugla á hverjum morgni,“ segir Guðjón. Guðjón H. Björnsson með fjölskyldu sinni. Hann er yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Ólafsvík, býr á Hellissandi og þekkir vel til. Hann segir reyndar ástandið við hið fræga kríuvarp á Rifi hafa lagast en betur má ef duga skal.aðsend Þetta var í kringum aldamótin. Guðjón segir ástandið ekki eins slæmt núna en vissulega mætti tillitssemi ökumanna gagnvart fuglalífinu vera miklu meiri. Guðjón býr á Hellissandi en sækir vinnu í Ólafsvík þannig að hann fer um þetta svæði nánast daglega. Hann segir að vegna aðstæðna þá þurfi hann einfaldlega að gefa sér betri tíma, leggja af stað fyrr. „Þetta er veruleiki sem við búum við. Við höfum verið að reyna að merkja þetta vel. Það eru aðrir fuglar á svæðinu, æðarfugl og annað og við erum með skilti sem vara við því að fólk sé að keyra niður í varpland. Og við tröppum hraðann niður í 70 og svo 50. Og setjum upp skilti sem vara við því að það geti verið fugl á veginn.“ En þrátt fyrir það eru brögð af því að sumir keyri á fullri ferð í gegnum varpið, og það hafi sínar afleiðingar, því miður. „Merkingarnar hafa skilað einhverjum árangri þó klárt mál sé að gera megi betur. Þeir sem eru iðnastir við að keyra á fugla, það virkar ekkert á þá.“ Snýst allt um hjartalag ökumannanna Guðjón skrifar ekki undir rafbílakenninguna, ekki frekar en þeir Ævar og Ólafur Karl, þetta sé spurning um hraða og virðingu ökumanna fyrir öðru lífi. „Ég myndi segja að það sé betra ástand hjá okkur en síðastliðin þrjú til fimm ár. Það er mín tilfinning. En ég var á vaktinni um verslunarmannahelgi og hreinsaði upp marga fugla að morgni. Þetta var of mikið en samt ekki eins og þetta var fyrir nokkrum árum. Þetta er um tveggja kílómetra kafli hjá okkur og getur litið illa út en við höfum reynt að gera eitt og annað til að sporna við fæti,“ segir Guðjón. Hann nefnir auk skilta það að Vegagerðarfólk hafi spreiað á veginn ábendingum til ökumanna þess efnis að þeir dragi úr hraða þegar farið er um varplönd. „En á endanum snýst þetta alltaf um ökumanninn, hverskonar hjartalag hann hefur. Hvort hann beri virðingu fyrir öðru lífi eða ekki.“ Athugist. Í upprunalegri útgáfu var sagt í myndatexta að hræ af spóa væri að ræða en þarna hafði hrossagaukur verið á ferð. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þeirri missögn.
Dýr Dýraheilbrigði Samgöngur Fuglar Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira