Næsti Usain Bolt setti heimsmet og sýndi „hrokann“ sem Bolt var frægur fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 16:15 Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo með gullið sitt ásamt silfurstráknum Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka og bronsstráknum Benjamin Richardson frá Suður-Afríku. Getty/Pedro Vilela Letsile Tebogo er framtíðarstjarna í frjálsum íþróttum ef marka má frammistöðu hans á HM unglinga á dögunum. Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira