Stöðvun Rússa á flæði á gasi hefur ýtt undir kjarnorkuumræðu og vangaveltur um það hvort að ljúka eigi starfsemi þýskra kjarnorkuvera eða ekki.
Politico greinir frá því að Scholz hafi verið spurður út í skoðun sína á áframhaldandi starfsemi þýskra kjarnorkuvera á meðan heimsókn hans hjá Siemens Energy stóð. Kanslarinn var í staddur hjá Siemens í borginni Mulheim til þess að skoða rússneska túrbínu. Túrbínan hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna.
Scholz sagði þrjú kjarnorkuver Þýskalands aðeins sjá landinu fyrir litlum hluta rafmagns en reiknað hafi verið með að verin hætti starfsemi í lok árs.