Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 12:30 Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili, bæði hjá Loga Ólafssyni og Ólafi Jóhannessyni. Eftir tímabilið var hann svo gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. vísir/bára Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira