Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 12:30 Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili, bæði hjá Loga Ólafssyni og Ólafi Jóhannessyni. Eftir tímabilið var hann svo gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. vísir/bára Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira