„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 22:48 Alex Jones í dómsal í dag. AP/Briana Sanchez/Austin American-Statesman Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira