Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 06:41 Niðurstöðunni var víðsvegar fagnað en á öðrum stöðum grétu viðstaddir og báðu. AP/Kansas City Star/Tammy Ljungblad Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022 Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira