Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 06:41 Niðurstöðunni var víðsvegar fagnað en á öðrum stöðum grétu viðstaddir og báðu. AP/Kansas City Star/Tammy Ljungblad Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022 Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“