Umfjöllun og Viðtöl: Valur-Þór/KA 3-0 | Valskonur kláruðu leikinn snemma Sverrir Mar Smárason skrifar 4. ágúst 2022 20:33 Valsliðið fagnar fyrsta marki leiksins í kvöld. Visir/ Diego Topplið Vals vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í kvöld. Valskonur skoruðu tvö á fyrstu tíu mínútum leiksins. Fyrsta mark Vals kom strax á 4. mínútu leiksins. Valur spilaði vel í gegnum pressu Þór/KA og Lára Kristín sendi svo frábæra stungusendingu í gegn á Þórdísi Hrönn sem fór framhjá Hörpu í markinu og lagði boltann í autt markið. Fyrirliðinn, Elísa Viðarsdóttir, mætt að fagna marki Þórdísar.Visir/ Diego Aðeins sex mínútum síðar voru heimastúlkur komnar í 2-0. Sólveig Larsen fékk boltann hægra megin og tók á rás upp völlinn. Hún átti svo sendingu inn í vítateiginn á Bryndísi Örnu sem tók við boltanum áður en hún vippaði á markið, yfir Hörpu og í netið. Fyrri hálfleikurinn var eign Vals sem hélt boltanum svo gott sem allan tímann og leyfði Þór/KA lítið að vera með öðruvísi en í vörn. Mikið af skotum fyrir utan teig og fyrirgjöfum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Létt yfir Þórdísi Hrönn og Bryndísi Örnu eftir síðara mark Vals í kvöld.Visir/ Diego Síðari hálfleikur var mjög rólegur til að byrja með en á 60. mínútu fékk María Catharina frábært skallafæri fyrir Þór/KA eftir mjög gott spil upp allan völlinn og góða fyrirgjöf frá Söndru Maríu Jessen en María náði ekki almennilegum skalla að marki. Nokkrum mínútum síðar fékk Þórdís Hrönn svo frábært færi eftir góða fyrirgjöf frá Ásdísi Karen sem Harpa varði vel. Hörpu tókst þó ekki að verja frá Þórdísi Hrönn á 77. mínútu þegar Þórdís Hrönn kom Val í 3-0 eftir frábæra fyrirgjöf frá Elínu Mettu. Eftir þriðja markið rann leikurinn út í sandinn og Valur styrkir stöðu sína á toppnum á meðan Þór/KA má fara að hafa áhyggjur af sinni stöðu í 8.sæti deildarinnar. Af hverju vann Valur? Þær eru bara miklu betri. Bæði stöðu fyrir stöðu og sem lið. Fleiri gæðaleikmenn sem nýta sér svæði og mistök andstæðingsins. Valsstúlkur hefðu getað unnið þennan leik með sex til átta mörkum ef þær hefðu ekki tekið fótinn af bensíngjöfinni í fyrri hálfleik. Hverjar voru bestar? Þórdís Hrönn gerði tvö góð mörk og skapaði fjöldann allan af góðum stöðum fyrir liðsfélaga sína. Hvarf aðeins í upphafi síðari hálfleik en endaði leikinn svo mjög vel. Lára Kristín Pedersen átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val. Stoppaði margar tilraunir Þór/KA til sóknar og dreifði boltanum vel. Hún lagði upp fyrsta markið með frábærri sendingu í gegn. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst þriðjudaginn 9. ágúst. Þór/KA fær þá Aftureldingu í heimsókn kl. 17:30 og freista þess að sækja þrjú stig af neðsta liði deildarinnar. Valur fer og mætir Keflavík kl. 19:15. Jón Stefán Jónsson: Ég ætla ekki að segja að við séum á nálum Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA.Mynd/Þór/KA Jón Stefán, annar þjálfara Þór/KA, var ekki brjálaður að eigin sögn en sagði leikinn hafa verið erfiðan. „Mjög erfiður leikur og það var alveg viðbúið að þetta yrði erfitt. Við erum í smá forföllum og stillum upp ungu liði. Erum með hálfgerða hvolpasveit þarna inná. Eftir gríðarlega erfiða byrjun þá fannst mér við gera ágætlega. Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað brjálaður en ég er ekkert ánægður með að tapa 3-0,“ sagði Jónsi. Þór/KA situr í 8. sæti með 10 stig en Jónsi segir að enginn sé að fara á taugum fyrir norðan. „Maður vill ekki vera í þessari stöðu. Ég ætla ekki að segja að við séum á nálum. Við teljum okkur vera með lið til þess að gera betur og næsti leikur er Afturelding heima. Það er lykilleikur í þessu,“ sagði Jónsi. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA
Topplið Vals vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í kvöld. Valskonur skoruðu tvö á fyrstu tíu mínútum leiksins. Fyrsta mark Vals kom strax á 4. mínútu leiksins. Valur spilaði vel í gegnum pressu Þór/KA og Lára Kristín sendi svo frábæra stungusendingu í gegn á Þórdísi Hrönn sem fór framhjá Hörpu í markinu og lagði boltann í autt markið. Fyrirliðinn, Elísa Viðarsdóttir, mætt að fagna marki Þórdísar.Visir/ Diego Aðeins sex mínútum síðar voru heimastúlkur komnar í 2-0. Sólveig Larsen fékk boltann hægra megin og tók á rás upp völlinn. Hún átti svo sendingu inn í vítateiginn á Bryndísi Örnu sem tók við boltanum áður en hún vippaði á markið, yfir Hörpu og í netið. Fyrri hálfleikurinn var eign Vals sem hélt boltanum svo gott sem allan tímann og leyfði Þór/KA lítið að vera með öðruvísi en í vörn. Mikið af skotum fyrir utan teig og fyrirgjöfum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Létt yfir Þórdísi Hrönn og Bryndísi Örnu eftir síðara mark Vals í kvöld.Visir/ Diego Síðari hálfleikur var mjög rólegur til að byrja með en á 60. mínútu fékk María Catharina frábært skallafæri fyrir Þór/KA eftir mjög gott spil upp allan völlinn og góða fyrirgjöf frá Söndru Maríu Jessen en María náði ekki almennilegum skalla að marki. Nokkrum mínútum síðar fékk Þórdís Hrönn svo frábært færi eftir góða fyrirgjöf frá Ásdísi Karen sem Harpa varði vel. Hörpu tókst þó ekki að verja frá Þórdísi Hrönn á 77. mínútu þegar Þórdís Hrönn kom Val í 3-0 eftir frábæra fyrirgjöf frá Elínu Mettu. Eftir þriðja markið rann leikurinn út í sandinn og Valur styrkir stöðu sína á toppnum á meðan Þór/KA má fara að hafa áhyggjur af sinni stöðu í 8.sæti deildarinnar. Af hverju vann Valur? Þær eru bara miklu betri. Bæði stöðu fyrir stöðu og sem lið. Fleiri gæðaleikmenn sem nýta sér svæði og mistök andstæðingsins. Valsstúlkur hefðu getað unnið þennan leik með sex til átta mörkum ef þær hefðu ekki tekið fótinn af bensíngjöfinni í fyrri hálfleik. Hverjar voru bestar? Þórdís Hrönn gerði tvö góð mörk og skapaði fjöldann allan af góðum stöðum fyrir liðsfélaga sína. Hvarf aðeins í upphafi síðari hálfleik en endaði leikinn svo mjög vel. Lára Kristín Pedersen átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val. Stoppaði margar tilraunir Þór/KA til sóknar og dreifði boltanum vel. Hún lagði upp fyrsta markið með frábærri sendingu í gegn. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst þriðjudaginn 9. ágúst. Þór/KA fær þá Aftureldingu í heimsókn kl. 17:30 og freista þess að sækja þrjú stig af neðsta liði deildarinnar. Valur fer og mætir Keflavík kl. 19:15. Jón Stefán Jónsson: Ég ætla ekki að segja að við séum á nálum Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA.Mynd/Þór/KA Jón Stefán, annar þjálfara Þór/KA, var ekki brjálaður að eigin sögn en sagði leikinn hafa verið erfiðan. „Mjög erfiður leikur og það var alveg viðbúið að þetta yrði erfitt. Við erum í smá forföllum og stillum upp ungu liði. Erum með hálfgerða hvolpasveit þarna inná. Eftir gríðarlega erfiða byrjun þá fannst mér við gera ágætlega. Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað brjálaður en ég er ekkert ánægður með að tapa 3-0,“ sagði Jónsi. Þór/KA situr í 8. sæti með 10 stig en Jónsi segir að enginn sé að fara á taugum fyrir norðan. „Maður vill ekki vera í þessari stöðu. Ég ætla ekki að segja að við séum á nálum. Við teljum okkur vera með lið til þess að gera betur og næsti leikur er Afturelding heima. Það er lykilleikur í þessu,“ sagði Jónsi.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti