Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2022 22:02 Ungir og aldnir sýna gestum Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Logi Beck Kristinsson, 14 ára, og Einar Þorvarðarson verkfræðingur, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. Sigurjón Ólason Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18