Innlent

Nokkurra bíla á­rekstur við Esju­rætur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Töluverður viðbúnaður er á svæðinu.
Töluverður viðbúnaður er á svæðinu. Vísir

Nokkurra bíla árekstur varð í Kollafirði nærri Esjurótum skömmu fyrir klukkan hálf tvö í dag. Slökkvilið er með töluverðan viðbúnað á svæðinu og lokað var fyrir umferð. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar með minniháttar meiðsl.

Á vettvangi eru tveir dælubílar og nokkrir sjúkrabílar en Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, telur að fjórir til fimm bílar hafi lent í árekstrinum. Sextán manns voru í bílunum og þrír slösuðust lítillega.

Búast má við umferðartöfum á svæðinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla opnað fyrir umferð að nýju. Hún gengur þó hægt þar sem að önnur akreinin er lokuð og bílaröðin nær langt út á Kjalarnes.

Umferðin er alveg stopp eins og sjá má á myndinni.Vísir

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×