Russell náði, öllum að óvörum, besta tímanum á þriðja hring tímatökunnar sem lauk nú rétt í þessu og varð rétt á undan Ferrari ökuþórunum Carlos Sainz og Charles Leclerc.
Russell keyrir á Mercedes og er þetta í fyrsta sinn á ferli hans sem hann er á ráspól.
GEORGE: I m over the moon. Absolutely buzzing. The lap time kept on coming. I came across the line and saw we went P1 and that was an incredible feeling #HungarianGP #F1 pic.twitter.com/8SQgOHlNRr
— Formula 1 (@F1) July 30, 2022
Liðsfélagi Russell, hinn sigursæli Lewis Hamilton náði sjöunda besta tímanum en Max Verstappen verður tíundi í röðinni í kappakstrinum sem fram fer á morgun.