Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem segir málið hafa verið leyst á „fagmannlegan hátt án eftirmála.“
Þá kemur einnig fram í færslunni að slagsmál hafi brotist út á Ráðhústorgi við veitingastaðinn Vamos. Átökin færðust inn á veitingastaðinn þar sem ráðist var á dyravörð staðarins. Málið er í rannsókn.
Lögreglan segir að heilt yfir hafi menn skemmt sér „prúðmannlega“ þó að ölvun hafi verið allnokkur: „Í dag eru ýmsir viðburðir á dagskrá hér um slóðir og vonum við að allt gangi sem best og allir komist heilir heim.“