Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. júlí 2022 19:07 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn. Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03
Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03
Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05
Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30