Mourinho mætir Tottenham í umdeildum leik: „Hámark hræsninnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 09:00 Mourinho þjálfaði áður Tottenham. Stuðningsmenn liðsins gagnrýna margir hverjir að liðin skuli mætast í Ísrael. EPA-EFE/Julian Finney Lærisveinar José Mourinho í Roma mæta Tottenham Hotspur í æfingaleik á morgun. Stuðningsmenn Tottenham eru margir hverjir spenntir fyrir því að endurnýja kynnin við Portúgalann sem stýrði liðinu frá 2019 til 2021. Staðsetning leiksins hefur hins vegar vakið athygli. Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“ Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“
Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira