Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 08:01 Guardiola kveðst ánægður með nýja leikmenn City sem þurfi þó að aðlaga sig að leikstíl liðsins. Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira