Beinin fundust við ánna Judith í Montana árið 2018 en alls eru þau 79 talsins. Allar aðrar beinagrindur gogrónueðlu eru í eigu safna svo þessi er sú eina í heiminum í einkaeigu. Ekki er vitað hver keypti beinagrindina.
Svæðið sem beinin fundust á er í einkaeigu og því voru beinin í eigu þess sem á landið. Ef beinin finnast á landi sem er ekki í einkaeigu eignast það ríki sem þau fundust í beinagrindina. Bein sem fara á söfn og eru í eigu hins opinbera eru oftar en ekki betur rannsökuð en þau sem fara beint í einkaeigu.
Gogrónueðlur voru uppi fyrir rúmum 75 milljónum ára síðan en þeir líktust grameðlum í vexti en voru þó hraðari og með meiri bitkraft.
Unlike most dinosaur specimens that have come to market before, the buyer of this Gorgosaurus will also get to name it! pic.twitter.com/VcjbV7ugc3
— Sotheby's (@Sothebys) July 20, 2022