Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 23:34 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, segir að fólk þurfi ekki að örvænta ef það verður á síðasta snúning á morgun. Vísir/Arnar Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar. Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði. Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira