Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 23:34 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, segir að fólk þurfi ekki að örvænta ef það verður á síðasta snúning á morgun. Vísir/Arnar Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar. Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði. Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira