Lyfjastofnun kallar inn Theralene vegna misvísandi upplýsinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 16:17 Fyrirmæli frá læknum um skammtastærðir samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi og leitt til ofskömmtunar. Vísir/Vilhelm Lyfjastofnun hefur ákvðeið að innkalla undanþágulyfið Theralene. Er það vegna þess að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsin samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi. Þessar misvísandi upplýsingar hafi og geti leitt til ofskömmtunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Þar segir að innköllunin nái til lyfjadreifingarfyrirtækja, apóteka og sjúklinga. Lyfið sé mixtúra eða dropar og innihaldi alímemazín 40 mg/ml í 30 ml flösku. Umbúðir og fylgiseðill lyfsins séu á frönsku. „Ástæða innköllunarinnar er sú að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsins samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu, geta verið misvísandi. Þá er merking á sprautu sem fylgir lyfinu ekki í samræmi við fylgiseðil. Þessar misvísandi upplýsingar hafa og geta leitt til ofskömmtunar lyfsins með tilheyrandi eitrunaráhrifum,“ segir í tilkynningunni. Lyfið sé meðal annars notað við stefntruflunum barna og fullorðinna. Lyfjastofnun hafi haft samband við öll apótek sem hafi afhent lyfið og þau beðin að hafa samband við þá sem fengið hafi lyfið afhent. Þeim sem hafi fengið það afhent er eindregið ráðlagt að skila pakkningunni í næsta apótek. Þá sé verið að vinna að því að upplýsa lækna sem ávísað hafa lyfinu um málið. Fram kemur í tilkynningunni að lyfið Theralene hafi verið útvegið í kjölfar skorts á öðru óskráðu lyfi, Alimemazine Orifarm. Alls hafi 66 pakkningar farið í dreifingu til apóteka frá 30. júní síðastliðnum og um tuttugu hafi fengið lyfið afgreitt. Lyf Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Þar segir að innköllunin nái til lyfjadreifingarfyrirtækja, apóteka og sjúklinga. Lyfið sé mixtúra eða dropar og innihaldi alímemazín 40 mg/ml í 30 ml flösku. Umbúðir og fylgiseðill lyfsins séu á frönsku. „Ástæða innköllunarinnar er sú að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsins samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu, geta verið misvísandi. Þá er merking á sprautu sem fylgir lyfinu ekki í samræmi við fylgiseðil. Þessar misvísandi upplýsingar hafa og geta leitt til ofskömmtunar lyfsins með tilheyrandi eitrunaráhrifum,“ segir í tilkynningunni. Lyfið sé meðal annars notað við stefntruflunum barna og fullorðinna. Lyfjastofnun hafi haft samband við öll apótek sem hafi afhent lyfið og þau beðin að hafa samband við þá sem fengið hafi lyfið afhent. Þeim sem hafi fengið það afhent er eindregið ráðlagt að skila pakkningunni í næsta apótek. Þá sé verið að vinna að því að upplýsa lækna sem ávísað hafa lyfinu um málið. Fram kemur í tilkynningunni að lyfið Theralene hafi verið útvegið í kjölfar skorts á öðru óskráðu lyfi, Alimemazine Orifarm. Alls hafi 66 pakkningar farið í dreifingu til apóteka frá 30. júní síðastliðnum og um tuttugu hafi fengið lyfið afgreitt.
Lyf Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira