Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess.

Eigandi tjaldsvæðisins á Selfossi segir að þar sé allt á floti. 

Þá fjöllum við um landrisið í Öskju sem mælist nú mest 35 sentimetrar. Sérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi risi sem gæti endað með eldgosi. 

Þá tökum við stöðuna á málum í Úkraínu og heyrum í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um fyrirsjáanlegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári.

Einnig heyrum við í SÁÁ sem ætla að halda sína áfengislausu útihátíð á Skógum þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×