Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:24 Þeir sem Teva hefur náð sátt við mega velja hvort þeir fái beinharða peninga eða hvort greiðslurnar fari í lyf sem koma í veg fyrir ofneyslu. Getty Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú. Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú.
Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07
Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09