Bíó og sjónvarp

Brendan Fraser nær ó­þekkjan­legur sem Hvalurinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Brendan Fraser er nær óþekkjanlegur í fyrstu myndinni sem birtist úr The Whale.
Brendan Fraser er nær óþekkjanlegur í fyrstu myndinni sem birtist úr The Whale. Skjáskot

Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 

Á tíunda áratug síðustu aldar og upp úr aldamótum var Brendan Fraser ein af skærustu stjörnum Hollywood og var í aðalhlutverkum í myndum á borð við The Mummy, Journey to the Center of the Earth og Looney Tunes

Undanfarinn áratug hefur hins vegar ekki farið mikið fyrir Fraser þó hann hafi tekið að sér stöku hlutverk í þáttum og myndum. 

Stjarna Fraser er farin að rísa að nýju eftir að hann var nánast horfinn úr Hollywood.Getty/Santiago Felipe

Árið 2018 greindi hann svo frá því að það hefði ekki verið hans ákvörðun að láta sig hverfa á þennan hátt. 

Hann sagði að sér hefði verið bolað úr Hollywood eftir að hann greindi frá kynferðislegri áreitni af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association.

Og nú hefur Fraser hafið endurkoma sína í Hollywood. 

Leikur býsna umfangsmikið hlutverk

Í fyrra lék Brendan Fraser aukahlutverk í glæpatryllinum No Sudden Move eftir Steven Soderbergh og á næsta ára kemur út nýjasta mynd Martin Scorsese, Killers of the Flower Moon, sem Fraser leikur í.

Núna í september verður The Whale með Fraser í aðalhlutverki frumsýnd í Feneyjum.

Í myndinni sem er leikstýrt af Íslandsvininum Darren Aronofsky leikur Fraser hinn miðaldra Charlie sem er í mikilli yfirvigt og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Auk Fraser leikur Sadie Sink í myndinni en hún er best þekkt fyrir leik sinn í Stranger Things.

Til að bregða sér í gervi hins 270 kílóa Charlie þurfti Fraser að notast við mikinn andlitsfarða, gervihúð og stóran og mikinn líkamsbúning.

„Þetta verður eins og eitthvað sem þið hafið ekki séð áður,“ sagði Fraser um myndina í viðtali við Unilad á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.