Innlent

Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Cessna Citation M2-vél líkt og notuð er í útreikningum blaðsins.
Cessna Citation M2-vél líkt og notuð er í útreikningum blaðsins. Getty

Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins en útreikningar blaðsins voru staðfestir hjá ISAVIA.

Að leggja bíl í bílakjallaranum við Hafnartorg kostar 440 krónur á tímann frá klukkan átta að morgni til átta um kvöld. Á næturnar kostar tíminn 210 krónur. Fimm sólarhringar myndu því kosta 39 þúsund krónur.

Að leggja Cessna Citation M2-vél á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga myndi kosta 35.485 krónur. Því er 3.515 króna munur á lagningunni.

Þó er tekið fram í Fréttablaðinu að Cessna Citation M2-vél er í minni kantinum en stærri flugvélar þyrftu að greiða meira fyrir að leggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×