Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 23:41 Óttast er að Evrópa muni ekki eiga nóg gas fyrir veturinn þrátt fyrir samdrátt. EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira