Laumaðist á æfingar þegar hún átti að vera í kirkju og á nú heimsmet Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:31 Tobi Amusan þurfti að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Nígeríska spretthlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi á lokadegi HM í frjálsíþróttum um helgina. Faðir hennar taldi þó að íþróttaiðkun hennar væri tímasóun og hún þurfti því oft að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Sjá meira
Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Sjá meira