Innlent

Sam­tökin '78 kæra vara­­ríkis­sak­­sóknara til lög­­reglu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 (t.v.) og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksónari.
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 (t.v.) og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksónari. samsett

Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 

Þetta staðfesti framkvæmdastjóri samtakanna, Daníel E. Arnarsson við Fréttablaðið í gærkvöldi. Að mati samtakanna falla ummæli Helga undir hatursorðræðu sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Að sögn Daníels verður kæran lögð fram í dag.

„Þetta eru ekki bara ósmekkleg ummæli, heldur eru þetta mjög alvarleg ummæli og þau geta haft miklar afleiðingar í för með sér,“ er haft eftir Daníel.

„Skortur á hommum?“

„Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. 

Ummæli Helga á Facebook.Facebook

Ummælin vöktu hörð viðbrögð og ríkissaksóknari segir ummælin til skoðunar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði að ummæli Helga slái sig illa.

Kerfislægir fordómar

Daníel segir ummælin dæma sig algjörlega sjálf. Helgi sé að grafa undan því réttar­ríki sem hann vinni fyrir, „þannig að ég veit ekki hverjum það á að þjóna,“ bætir hann við.

„Þetta eru ó­smekk­leg um­mæli, bara varðandi hin­segin fólk al­mennt. Annað, er að hann er að grafa undan þessu trausti á réttar­ríkinu og það þriðja er að hann er bara að opin­bera kerfis­bundna for­dóma gagn­vart þessum hópi fólks,“ segir Daníel einnig í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir ummælin leiða í ljós að kerfis­lægir for­dómar gagn­vart þessum hópi hafi viðgengist í lengri tíma. Því þurfi að taka á slíkum málum innan viðeigandi stofnana.


Tengdar fréttir

Helgi segir sér þyki vænt um sam­kyn­hneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×