Erlent

Björguðu fjór­tán ára strák frá drukknun með að­stoð dróna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Drengnum var bjargað af lífvörðum með aðstoð dróna.
Drengnum var bjargað af lífvörðum með aðstoð dróna. EPA/Juan Carlos Cárdenas

Lífvörðum á strönd borgarinnar Gandia á Spáni tókst að bjarga fjórtán ára strák frá drukknun með því að notast við dróna. Drengurinn var sendur á spítala eftir atvikið en var útskrifaður þaðan innan við sólarhring seinna.

Drónar eru að verða algengari á ströndum Spánar eftir að fyrirtækið General Drones var stofnað í Valencia árið 2017. Þrjátíu drónaflugmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Drengurinn sem var bjargað hafði verið að leika sér við ströndina þegar kröftug alda reif hann út á haf. Honum tókst ekki að synda í land og virtist vera í ansi slæmum málum.

Dróninn var þá sendur af stað með björgunarvesti sem var látið síga niður til drengsins. Drengurinn klæddi sig í vestið og náði þannig að halda sér á floti þar til lífvörður kom og synti með hann í land.

„Þessar auka sekúndur eru mikilvægar í sumum málum og þetta gerir lífvörðum kleift að nálgast fólk meira varlega og með meiri ró,“ sagði Miguel Angel Pedrero, drónaflugmaður hjá General Drones, í samtali við Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×