Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:53 Samkvæmt Hagstofunni má rekja aukninguna að miklu leyti til stærri loðnukvóta. Vísir/Sigurjón Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og byggt er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í tilkynningunni að aukninguna megi líklega að stærstum hluta rekja til loðnu, enda hafi orðið talsverð aukning á útflutningsverðmæti í þeim vinnsluflokkum þar sem loðnan er fyrirferðarmikil. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi verið í útflutningi á fiskimjöli og lýsi í júní. Verðmæti þess samanlagt á fyrri árshelmingi sé þrefalt meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Það megi rekja til þess að loðnukvótinn í ár hafi verið margfalt stærri en í fyrra og hafi því hlutfallslega meira af kvótanum farið í bræðslu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Þá segir í tilkynningunni að á fyrstu sex mánuðum ársins nemi útflutningsverðmæti sjávarafurði 170 milljörðum króna. Það sé um 18 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Heilt yfir sé því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölum Hagstofunnar sé einungis samdráttur í heilfrystum fiski. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi þá verið í útflutningi sjávarafurða til Noregs. Það megi aftur rekja til loðnukvótans í ár og hversu stór hluti hans fór í bræðslu. Noregur hafi verið langstærsta viðskiptaland Íslands fyrir mjöl og lýsi í gegn um tíðina og endi það sem fer til Noregs í fiskeldisfóðri. Samkvæmt mánaðartölum Hagstofunnar, sem nái aftur til ársins 2002, hafi útflutningur til Noregss á fyrstu fimm mánuðum ársins aldrei verið meiri, sama hvort litið sé til verðmætis eða magns. Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og byggt er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í tilkynningunni að aukninguna megi líklega að stærstum hluta rekja til loðnu, enda hafi orðið talsverð aukning á útflutningsverðmæti í þeim vinnsluflokkum þar sem loðnan er fyrirferðarmikil. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi verið í útflutningi á fiskimjöli og lýsi í júní. Verðmæti þess samanlagt á fyrri árshelmingi sé þrefalt meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Það megi rekja til þess að loðnukvótinn í ár hafi verið margfalt stærri en í fyrra og hafi því hlutfallslega meira af kvótanum farið í bræðslu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Þá segir í tilkynningunni að á fyrstu sex mánuðum ársins nemi útflutningsverðmæti sjávarafurði 170 milljörðum króna. Það sé um 18 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Heilt yfir sé því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölum Hagstofunnar sé einungis samdráttur í heilfrystum fiski. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi þá verið í útflutningi sjávarafurða til Noregs. Það megi aftur rekja til loðnukvótans í ár og hversu stór hluti hans fór í bræðslu. Noregur hafi verið langstærsta viðskiptaland Íslands fyrir mjöl og lýsi í gegn um tíðina og endi það sem fer til Noregs í fiskeldisfóðri. Samkvæmt mánaðartölum Hagstofunnar, sem nái aftur til ársins 2002, hafi útflutningur til Noregss á fyrstu fimm mánuðum ársins aldrei verið meiri, sama hvort litið sé til verðmætis eða magns.
Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira