Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 09:03 Vinkonurnar af höfuðborgarsvæðinu, sem voru svo ánægðar með Seyðisfjörð en þetta eru þær frá vinstri, Júlía Gunnlaugsdóttir, Auður Gunnlaugsdóttir og Særós Gunnarsdóttir. Þær sögðust elska staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. „Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?