Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 21:09 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist ekki vera kvíðin fyrir kjarasamningaviðræðum. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda