Synjað um líknardauða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2022 14:32 Eugen Sabau á meðan hann starfaði enn hjá Securitas. Guardia Civil Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona. Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona.
Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira