Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júlí 2022 14:31 Sean Gladwell/GettyImages Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt. Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira