Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:00 Ronaldo hefur ekki æft eða spilað með Manchester United á reisu þeirra um Asíu og Eyjaálfu. Bryn Lennon/Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira