Störf æðstu ráðamanna Íslands á EM í knattspyrnu Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2022 07:00 Menningarmálaráðherra, forsætisráðherra, forseti Íslands og íþróttamálaráðherra fóru öll fjögur í opinberum erindagjörðum til Englands til að styðja landsliðið í knattspyrnu. Samsett Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk mikinn stuðning á yfirstandandi EM kvenna í Englandi, bæði úr stúkunni og frá fólki heima í stofu. Ráðamenn þjóðarinnar lögðu sín lóð á vogarskálarnar en auk forseta Íslands fóru þrír ráðherrar út til Englands til að styðja við liðið. Af þessu tilefni hafði blaðamaður samband við Ásmund Einar Daðason, íþróttamálaráðherra, til að forvitnast út í veru hans á Englandi vegna Evrópumeistaramótsins. „Það að fara á leikinn var partur af starfinu sem íþróttamálaráðherra,“ sagði Ásmundur þegar blaðamaður spurði hvað hann hefði verið að gera á Englandi. Inntur eftir nákvæmari lýsingu á störfum sínum sagði Ásmundur þau hafa falist í því að mæta á þriðja leik liðsins, „taka þátt í Fanzone og hitta fulltrúa KSÍ, með sama hætti og forsætisráðherra og forseti gerðu.“ View this post on Instagram A post shared by A smundur Einar Daðason (@asmundureinar) Eins dags dagpeningar fyrir mat Ásmundur nefndi jafnframt að forsætisráðherra hafi farið á fyrsta leikinn, forseti Íslands og menningarmálaráðherra hafi farið á annan leikinn og hann sjálfur hafi svo farið á þann þriðja. Ásmundur svaraði játandi aðspurður hvort hann hefði fengið greidda dagpeninga á meðan hann var úti á Englandi en það hafi aðeins verið þennan eina dag sem hann studdi liðið. Þá benti hann blaðamanni á að ráðuneytið gæti gefið nákvæmari upplýsingar um dagpeningana. Ásmundur málaður með andlitsmálningu í Rotherham fyrir leik Íslendinga við Frakka.Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið, sem Ásmundur fer fyrir og nær yfir æskulýðs- og íþróttamál, svaraði fyrirspurn blaðamanns um dagpeningana. Í svarinu stóð að Ásmundur hefði fengið „eins dags dagpeninga að upphæð 15.072 kr. vegna leiks Íslands og Frakklands á EM kvenna í knattspyrnu 18. júlí sl.“ Ferð Ásmundar var þó ekki bara til opinberra erindagjörða. Hann gat slegið tvær flugur í einu höggi og nýtt Englandsdvölina í sumarfrí með fjölskyldu sinni þar sem þau ferðuðust um sveitir Englands á kanalbát. View this post on Instagram A post shared by A smundur Einar Daðason (@asmundureinar) Fór fyrir fylkingu og flutti ræðu Eftir samtalið við Ásmund sendi blaðamaður fyrirspurnir á skrifstofur forsætisráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis og embættis forseta Íslands. Skrifstofurnar voru misfljótar að svara enda mikið af starfsmönnum í sumarleyfum á þessum tíma en á endanum fékkst svar við öllum fyrirspurnum. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns stóð að forsætisráðherra hefði ferðast til Englands 8. júlí síðastliðinn í tengslum við ráðstefnu í Oxford-háskóla. Í kjölfar hennar hefði ráðherrann sótt leik landsliðsins gegn Belgíu í Manchester 10. júlí áður en hún hélt „heim til Íslands að kvöldi sama dags.“ Þá kemur fram í svarinu að ráðherrann hafi fengið greidda dagpeninga „í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra.“ Ekki kemur fram hvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði úti á Englandi en eflaust hafa skyldur hennar verið svipaðar og hjá hinum þremur: fara á stuðningssvæðið fyrir leikinn, hitta fulltrúa KSÍ og styðja landsliðið úr stúkunni. Forsætisráðherrann fór allavega fyrir fylkingu íslensks stuðningsfólks ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, auk þess sem hún hélt ræðu fyrir íslenska stuðningsmenn á stuðningssvæðinu fyrir leik. Heimsókn á bækistöðvar og hádegisverður með leikmönnum Í svari frá embætti forseta Íslands kemur fram að forsetinn hafi haldið til „Manchester á Englandi til að fylgjast með leik kvennalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spilar fótboltaspil á áhorfendasvæðinu í Manchester.Sendiráð Íslands í London „Hann heimsótti einnig bækistöðvar liðsins fyrir viðureign þess, snæddi þar hádegisverð og ræddi við leikmenn, þjálfara og starfslið. Þá veitti hann viðtöl við innlenda og erlenda fjölmiðla,“ stendur jafnframt í svarinu. Að lokum stendur að í „utanferð af þessu tagi“ fái forsetinn dagpeninga. Hins vegar kemur ekki fram hve háir þeir eru nákvæmlega eða hvaða kostnaðarliði þeir ná yfir. Heimsókn til liðsins, lestrarátak og menningarkynningar Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytisins segir að Lilja Alfreðsdóttir hafi sótt leik Íslands og Ítalíu þann 14. júní síðastliðinn. Auk þess að taka þátt í „dagskrá á vallarsvæðinu fyrir leikinn heimsótti ráðherra landsliðið og hitti stjórn KSÍ ásamt forseta Íslands á hóteli liðsins.“ Hún hafi einnig sótt „íslenska menningarkynningu sem haldin var í Manchester af tilefni af þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu.“ Ráðuneytið hafi staðið fyrir menningarkynningum á mótinu í samstarfi við sendiráð Íslands í Lundúnum „eftir að ríkisstjórnin ákvað að verja fjármunum í að halda þær líkt og hefur verið gert á undanförnum stórmótum sem Ísland hefur tekið þátt í.“ Lilja Alfreðsdóttir meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á áhorfendasvæðinu.Vísir/Vilhelm Jafnframt stóð ráðuneytið fyrir lestrarátakinu Lesum í leikinn sem var haldið í tilefni mótsins og miðaði að því að örva sumarlestur barna með því að fá þau í „landsliðið í lestri“. Loks kemur fram í svarinu að ráðherrar fái ekki „fulla dagpeninga eins og aðrir ríkisstarfsmenn, heldur einungis þann hluta þeirra sem ná yfir fæði og annan kostnað“ en gisting sé greidd samkvæmt reikningi. Ráðherra hafi því fengið þann hluta dagpeninganna greidda. View this post on Instagram A post shared by Lilja Alfreðsdóttir (@liljaalfreds) EM 2022 í Englandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Forsetinn setur stefnuna á HM „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. 19. júlí 2022 11:31 Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. 14. júlí 2022 08:00 Katrín Jakobsdóttir leiddi göngu íslenska stuðningsfólksins á völlinn Íslenska stuðningsfólkið gekk fylltu liði á Academy leikvanginn rétt áðan þar sem sem íslensku stelpurnar mæta Belgum í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins á EM í Englandi. 10. júlí 2022 14:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Af þessu tilefni hafði blaðamaður samband við Ásmund Einar Daðason, íþróttamálaráðherra, til að forvitnast út í veru hans á Englandi vegna Evrópumeistaramótsins. „Það að fara á leikinn var partur af starfinu sem íþróttamálaráðherra,“ sagði Ásmundur þegar blaðamaður spurði hvað hann hefði verið að gera á Englandi. Inntur eftir nákvæmari lýsingu á störfum sínum sagði Ásmundur þau hafa falist í því að mæta á þriðja leik liðsins, „taka þátt í Fanzone og hitta fulltrúa KSÍ, með sama hætti og forsætisráðherra og forseti gerðu.“ View this post on Instagram A post shared by A smundur Einar Daðason (@asmundureinar) Eins dags dagpeningar fyrir mat Ásmundur nefndi jafnframt að forsætisráðherra hafi farið á fyrsta leikinn, forseti Íslands og menningarmálaráðherra hafi farið á annan leikinn og hann sjálfur hafi svo farið á þann þriðja. Ásmundur svaraði játandi aðspurður hvort hann hefði fengið greidda dagpeninga á meðan hann var úti á Englandi en það hafi aðeins verið þennan eina dag sem hann studdi liðið. Þá benti hann blaðamanni á að ráðuneytið gæti gefið nákvæmari upplýsingar um dagpeningana. Ásmundur málaður með andlitsmálningu í Rotherham fyrir leik Íslendinga við Frakka.Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið, sem Ásmundur fer fyrir og nær yfir æskulýðs- og íþróttamál, svaraði fyrirspurn blaðamanns um dagpeningana. Í svarinu stóð að Ásmundur hefði fengið „eins dags dagpeninga að upphæð 15.072 kr. vegna leiks Íslands og Frakklands á EM kvenna í knattspyrnu 18. júlí sl.“ Ferð Ásmundar var þó ekki bara til opinberra erindagjörða. Hann gat slegið tvær flugur í einu höggi og nýtt Englandsdvölina í sumarfrí með fjölskyldu sinni þar sem þau ferðuðust um sveitir Englands á kanalbát. View this post on Instagram A post shared by A smundur Einar Daðason (@asmundureinar) Fór fyrir fylkingu og flutti ræðu Eftir samtalið við Ásmund sendi blaðamaður fyrirspurnir á skrifstofur forsætisráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis og embættis forseta Íslands. Skrifstofurnar voru misfljótar að svara enda mikið af starfsmönnum í sumarleyfum á þessum tíma en á endanum fékkst svar við öllum fyrirspurnum. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns stóð að forsætisráðherra hefði ferðast til Englands 8. júlí síðastliðinn í tengslum við ráðstefnu í Oxford-háskóla. Í kjölfar hennar hefði ráðherrann sótt leik landsliðsins gegn Belgíu í Manchester 10. júlí áður en hún hélt „heim til Íslands að kvöldi sama dags.“ Þá kemur fram í svarinu að ráðherrann hafi fengið greidda dagpeninga „í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra.“ Ekki kemur fram hvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði úti á Englandi en eflaust hafa skyldur hennar verið svipaðar og hjá hinum þremur: fara á stuðningssvæðið fyrir leikinn, hitta fulltrúa KSÍ og styðja landsliðið úr stúkunni. Forsætisráðherrann fór allavega fyrir fylkingu íslensks stuðningsfólks ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, auk þess sem hún hélt ræðu fyrir íslenska stuðningsmenn á stuðningssvæðinu fyrir leik. Heimsókn á bækistöðvar og hádegisverður með leikmönnum Í svari frá embætti forseta Íslands kemur fram að forsetinn hafi haldið til „Manchester á Englandi til að fylgjast með leik kvennalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spilar fótboltaspil á áhorfendasvæðinu í Manchester.Sendiráð Íslands í London „Hann heimsótti einnig bækistöðvar liðsins fyrir viðureign þess, snæddi þar hádegisverð og ræddi við leikmenn, þjálfara og starfslið. Þá veitti hann viðtöl við innlenda og erlenda fjölmiðla,“ stendur jafnframt í svarinu. Að lokum stendur að í „utanferð af þessu tagi“ fái forsetinn dagpeninga. Hins vegar kemur ekki fram hve háir þeir eru nákvæmlega eða hvaða kostnaðarliði þeir ná yfir. Heimsókn til liðsins, lestrarátak og menningarkynningar Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytisins segir að Lilja Alfreðsdóttir hafi sótt leik Íslands og Ítalíu þann 14. júní síðastliðinn. Auk þess að taka þátt í „dagskrá á vallarsvæðinu fyrir leikinn heimsótti ráðherra landsliðið og hitti stjórn KSÍ ásamt forseta Íslands á hóteli liðsins.“ Hún hafi einnig sótt „íslenska menningarkynningu sem haldin var í Manchester af tilefni af þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu.“ Ráðuneytið hafi staðið fyrir menningarkynningum á mótinu í samstarfi við sendiráð Íslands í Lundúnum „eftir að ríkisstjórnin ákvað að verja fjármunum í að halda þær líkt og hefur verið gert á undanförnum stórmótum sem Ísland hefur tekið þátt í.“ Lilja Alfreðsdóttir meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á áhorfendasvæðinu.Vísir/Vilhelm Jafnframt stóð ráðuneytið fyrir lestrarátakinu Lesum í leikinn sem var haldið í tilefni mótsins og miðaði að því að örva sumarlestur barna með því að fá þau í „landsliðið í lestri“. Loks kemur fram í svarinu að ráðherrar fái ekki „fulla dagpeninga eins og aðrir ríkisstarfsmenn, heldur einungis þann hluta þeirra sem ná yfir fæði og annan kostnað“ en gisting sé greidd samkvæmt reikningi. Ráðherra hafi því fengið þann hluta dagpeninganna greidda. View this post on Instagram A post shared by Lilja Alfreðsdóttir (@liljaalfreds)
EM 2022 í Englandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Forsetinn setur stefnuna á HM „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. 19. júlí 2022 11:31 Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. 14. júlí 2022 08:00 Katrín Jakobsdóttir leiddi göngu íslenska stuðningsfólksins á völlinn Íslenska stuðningsfólkið gekk fylltu liði á Academy leikvanginn rétt áðan þar sem sem íslensku stelpurnar mæta Belgum í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins á EM í Englandi. 10. júlí 2022 14:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Forsetinn setur stefnuna á HM „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. 19. júlí 2022 11:31
Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. 14. júlí 2022 08:00
Katrín Jakobsdóttir leiddi göngu íslenska stuðningsfólksins á völlinn Íslenska stuðningsfólkið gekk fylltu liði á Academy leikvanginn rétt áðan þar sem sem íslensku stelpurnar mæta Belgum í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins á EM í Englandi. 10. júlí 2022 14:52