Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 14:25 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks í gærkvöld og fróðlegt verður að fylgjast með seinni leik liðanna í Svartfjallalandi næsta fimmtudagskvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16