Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 19:00 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“ Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“
Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira