20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT! Jón Daníelsson skrifar 21. júlí 2022 17:00 Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar