Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 16:49 Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, býður Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, velkominn til starfa. Rangárþing ytra Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“ Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“
Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira